Thursday, October 1, 2009

Myndirnar sem ég sá á RIFF!

Myndir sem ég sá á RIFF:
(veit ekki alveg hvort þetta eru allar en þetta eru þær sem ég man eftir í fljótu bragði)

Swimsuit Issue-nokkuð flippuð mynd sem fjallar um miðaldra áhugabandíspilara sem fyrir tilviljun(steggjun hjá einum félaganum) ákveða að reyna fyrir sér í listsundi...að sjálfsögðu verða þeir geðveikt góðir.. myndin fjallar líka á kómedískan hátt bæði um leið þeirra á toppinn og um samskipti föður og dóttur.

Ticket to Paradise-Fjallar um líf Tælenskra kvenna sem eru giftar Dönum og hvernig lífið er betra í Danmörku. Fylgst er með nokkrum konum og skoðaðar eru bæði aðstæður þeirra í Tælandi og í Danmörku. Mjög fræðandi og skemmtileg. Hef verið að vinna mikið með Tælensku fólki og hef ég heyrt mjög mikið af svipuðum sögum frá þeim.

Love on Delivery-er systurmynd Ticket to Paradise og fjallar um sama fólk.

Mommy is at the hairdresser-var besta myndin sem ég sá á RIFF. Yndislega einlæg og falleg mynd. Persónurnar voru raunverulegar og krakkarnir sem léku í myndinni yndislegir. Ég lifði mig vel inní myndina.

Cotton Candy-var stuttmyndin í miðnæturprógrammi 2. Fjallar um mann og tilvistarkreppu hans þegar að hann lendir í basli með að klæða sig í peysu. Mun skárri en myndin sem fygldi á eftir...

Grace- var nokkuð mikið léleg.. fjallar um konu sem fæðir andvana barn sem er svo ekki andvana því hún fékk blóð og þá varð mamman morðóð og endaði uppi með ógeðsleg brjóst..
Mér fannst myndin mjög ótrúverðug og skemmdi það svoldið myndina..

North- Fjallar um drykkfelldan Norðmann sem fer útí snjóinn á snjósleðanum sínum.. Tvær persónur eru kynntar í allri myndinni. Maðurinn er svo krúttlegur að mig minnir að myndin hafi verið svoldið krúttleg líka(kannski útaf því að ég fór á Deadgirl beint á eftir...)

Short Cut-haha er um dverg sem er hrifinn af geðveikt mikilli skvísu og kærastinn hennar hafði alltaf verið að gera grín af dvergnum og vini hans þannig vinurinn skar fæturna af gellunni og þá voru dvergurinn og hún jafn stór.. já, ég hló...

Deadgirl- fjallar um stráka sem finna gellu í gömlu geðsjúkrahúsi(eða eitthvað álíka) hún er vampíra og fáránlega ljót. Þeir ákveða að gera hana að kynlífsþræl sínum. Ég keypti voða lítið söguþráðinn í þessarri mynd þótt hún megi eiga það að mér brá nokkrum sinnum..ógeðslega súr hugmynd.. svo ekki sé minnst á það að kynlífsþrælsgellan var nakin allann tímann..

Mid-August Lunch-fór á hana með pabba mínum og systrum hans sem en þau bjuggu öll á Ítalíu og þessi mynd var Ítölsk út í gegn, mennirnir alltaf að hugsa um mömmur sínar og mömmurnar stjórnsömustu konur í heiminum. Ótrúlega sæt og mér leið oft eins og okkur hefði verið boðið í heimsókn til þeirra :)

One Flew over the Cuckoo´s Nest- ein af frægustu myndum Milos Forman. Ótrúlega flott og góð mynd. Ætla ekki að skrifa neitt meira um hana þar sem þetta var ekki í fyrsta skiptið sem ég sá hana...

Prodigal Sons-Var mjög áhugaverð heimildarmynd um tvo bræður, annar var kynskiptingur en hinn hafði lent í slysi þannig að þeir þurftu að fjarlægja part úr heilanum á honum þannig hann er svoldið sérstakur.. Fannst hún samt eiginlega of langdregin og missti stundum dampinn..

To die like a man-Fjallar um kynskipting og hans/hennar innri baráttu.. Hún(karlinn) vann sem sýningarstúlka á kynskiptingabúllu.. Átti kærasta og son sem voru örugglega álíka gamlir.. Myndatakan í þessarri mynd böggaði mig fáránlega mikið en oftar en ekki voru höfuðin klippt útaf og maður horfði á hauslausan búk.. veit ekki hvort þetta átti að þýða eitthvað eða eitthvað svoleiðis en þetta pirraði mig.. svo er portúgalska líka böggandi tungumál..

Bi the way-var ótrúlega skemmtileg heimildarmynd um tvíkynhneigð og samkynhneigð.. Viðmælendurnir voru allir svo áhugaverðar og skemmtilegar týpur. Einn strákurinn var svona 11 ára og hann átti í miklum deilum við sjálfan sig um hvort hann ætlaði að vera hommi eða ekki..hann var sjúklega nettur og var alltaf að koma með fáránlega fyndin komment!

Meat the truth-var ekki svo skemmtileg heimildarmynd um áhrif kjötmarkaðarins á umhverfið og ósjónlagið.. Konan sem var "þáttar"stjórnandinn í myndinni sem var pínu eins og þáttur var frá Hollandi og talaði ensku með fáránlega pirrandi hreim..myndin var sýnd í norræna húsinu og sætin þar voru fáránlega óþægileg og ég fékk krampa í rófubeinið og það eyðilagði kannski pínu myndina..

Born without-Fjallar um mexíkóskann handalausann dverg og fjöldskylduna hans.. Hann er giftur dóttur systur sinnar og á með henni 7 börn! Það er frekar ógeðslegt og hún er líka subbulega feit.. það sást án djóks ekki á henni að hún væri ólétt! Hann var samt algjör player og voru tekin viðtöl við konur sem hann hafði verið að deita og engin þeirra kvartaði undan hæðinni á manninum.. hmm.. já ég skemmti mér konunglega yfir þessarri mynd

Dirty Mind-var ágæt.. eða það sem ég sá af henni.. ég sofnaði...

dogtooth- Fjallar um fjöldskyldu sem hefur ákveðið að einangra börnin sín frá umheiminum fyrir utan eina konu sem kemur til að fullnægja karlmannlegum þörfum elsta sonarins.. sem leiðir einnig til þess að stelpurnar fara að hafa áhuga á henni... hún lætur aðra systurina sleikja sig og eftir það fer fram hart sifjaspell á milli allra systkinanna.. nokkuð töff hugmynd og ágætlega framkvæmd..

Patrik 1.5-hafði ég séð áður sem leikrit.. fannst bíómyndin eiginlega mun betri en leikritið. Myndin byrjar á því að hommarnir flytja í nýtt hús í nýju hverfi, í hverfinu eru öll húsin eins, allir eins klæddir og allir garðar fullkomnir og maður sér að það er verið að reyna að skapa kontrast á milli fyrrum íbúanna og á nýja parinu.. Þeir halda semsagt að þeir séu að fara að ættleiða 1.5 árs gamlan dreng en enda í staðinn með 15 ára vandræðaungling... Annar maðurinn endar með að flytja af heiman vegna ótta við strákinn en maðurinn átti einnig í drykkjarvandræðum.. eftir standa annar maðurinn og patrik.. þeir verða mjög góðir félagar og eru þeir ótrúlega krúttlegir.. myndin endar samt þannig að maðurinn flytur aftur heim og þeir ættleiða hann Patrik.. ótrúlega krúttleg og falleg mynd.. flottir leikara og töff taka :D

Red Race- fyrir mig sem fimleikakonu var þessi mynd ótrúlega flott en ekki alveg jafn extreme og fyrir hina í salnum.. þegar ég var yngri prufaði ég að æfa fimleika í Ungverjalandi og minnti þessi mynd mig bara á hvernig farið er með stelpurnar þar.. Krakkarnir eru í ólympískum skóla þar sem öll áherslan er lögð á fimleika og að reyna að standa uppúr og verða bestur. Í skólanum eru allir tímar eins og keppni en enda þeir flestir á verðlaunaafhendingu.. Þessi mynd var ótrúlega flott, vel gerð og sýnir beint inní heim fimleikanna.

Umoja- fór á Q and A á Umoja.. ótrúlega fróðleg mynd um sjálfstæðar konur sem neita að leyfa mönnunum að valta yfir sig... flestum konunum í þorpinu var nauðgað af breskum hermönnum en eftir það vildja karlarnir frekar sjá þær dauðar en lifandi.. ótrúlega flott mynd en með pirrandi mörgum stafsetningarvillum í þýðingartextanum.. kannski vegna þess að mennirnir sem gerðu myndina voru Frakkar.. en annars já góð mynd!